Performances
- 2026 Mar 11 Wednesday 7:30 PM
Auditions
- 2025 Nov 3 Monday
What To Know About This Production
SKRÁNING Í PRUFUR FYRIR "LJÓSKA Í GEGN"
(VELJIÐ “Audition now” og svo “I understand & agree" og veljið add new TALENT PROFILE - búið til prófíl fyrir ykkur og sækið um. ATHUGIÐ AÐ MYND AF YKKUR ÞARF AÐ VERA UNDIR 1MB til að hlaðast upp.) Það getur verið betra að skrá sig í tölvu en síma og firefox eða chrome virðast virka betur en safari.
-ATH fyrirkomulag á prufum getur breyst ef margir skrá sig en þetta er viðmið. Þið fáið póst til staðfestingar ef skráning tekst.
Þessi söngleikur er algjör gleði og orkusprengja þar sem við fylgjum hinni ljóshærðu Elle Woods, ungri stúlku á uppleið sem veit að draumar hennar eru að fara að rætast.
En heimur hennar eins og hún þekkir hann hrynur á einni nóttu og hún þarf að berjast fyrir því að fá líf sitt aftur. Og eina leiðin til þess er að hætta í förðunarfræðinni og reyna að fá inngöngu í nám sem er nánast ómögulegt að komast inn í. HARVARD - lögfræðideild.
Barátta Elle fyrir ástinni leiðir hana á brautir sem hana hefði aldrei órað fyrir að hún myndi feta.